RS Sailing hefur þróað rafmagns harðbotna gummibát PULSE 58. Þetta er fyrsti bátur sinnar tegundar og var frumsýndur í Janúar 2020. Óhætt er að segja að PULSE 58 hefur vakið ómælda athygli ekki sýst fyrir frumleika í allri hönnun og tækninýjungar.  Báturinn gengur allt að 20 hnútum og hefur drægni upp á 35 sjómílur.  Báturinn er í allastaði hinn tæknilegasti og hannaður með sjálfbærni í huga.  Má þar meðal  þar meðal annars nefna RAD drifbúnaðinn sem kemur í stað hefðbundinnar skrúfu og nýtir orkuna betur auk þess að draga úr hættu á að spottar eða gróður flækist í skrúfinni.  Í skrokkinn sjálfan er notað endurunnið plast og er hann óvenju léttur miðað við stærð eða um 280 kg án rafhlaða og mótors. Framtíðin er núna.

Pulse 58

Smelltu á myndina til að fá frekari upplýsingar um PULSE 58

Tæknilegar upplýsingar

Smelltu á myndina til að fá tæknilegar upplýsingar