Fréttir
Skert starfsemi
Vegna þess ástands sem í er í þjóðfélaginu í dag vegna Corona vírusins verður opnunar tími Batta í Sundaborginni mjög óreglulegur. En síminn og tölvupósturinn verða að sjálfsögðu opin og við tökum við pöntunum og fyrirspurnum.
Batti flytur
Nú er svo komið að bæst hefur verulega í vöruúrvalið hjá Batta og ekki lengur pláss á Bergstaðastrætinu til að hýsa herlegheitin. Batti fann sér því nýjann stað í Sundarborg 5 þar sem mun betra aðgengi er að allri vöru og þjónust en áður var. Viðskiptavinir eru hvattir til að koma í heimsókn og skoða vöruúrvalið. Með vorinu er von á enn meira úrvali og má þar nefna AGlaze hreinsiefni og bón fyrir plastbáta og tekkdekk. Hlökkum til að sjá ykkur með vorinu.
Um Batta
Batti ehf hóf starfsemi sýna árið 2018 með það að markmiði að flytja inn og selja siglingavörur fyrir seglskútur og báta. Slík þjónusta var ekki til staðar í landinu þá og þótti því ærið tilefni til. Smátt og smátt hefur Batta vaxið fiskur um hrygg og umboðum fjölgað. Það er fátt sem viðkemur siglingum sem ekki er fáanlegt hjá Batta ef við eigum það ekki til þá vitum við hvar er hægt að útvega það.